Ný námskeið og fleiri upplýsingar

Eins og allir vita þá þurftum við að loka dansskólanum tímabundið í október og nóvember og í framhaldi af því gátum við einungis farið af stað með hluta af starfseminni.  Laugardagshóparnir hafa farið verst út úr þessu þó við höfum boðið upp á tíma á Zoom þá koma þeir ekki  í staðinn fyrir danstíma í dansskólanum.

Við höldum áfram með haustnámskeiðið frá og með næsta laugardegi 23. janúar 2021.  Sömu tímar, þ.e. 2-3 ára kl. 10.30 og 4-5 ára kl. 11.10.  Helstu sóttvarnarreglur eru að allir fullorðnir þurfa að vera með grímu eða passa upp á tveggja metra regluna.  Við verðum með spritt og dreifum stólum svo nægt pláss sé á milli foreldra.

Þar sem við náðum einungis 3 tímum á haustönn þá höfum við tekið ákvörðun að bjóða nýja nemendur velkomna í þessa tíma.  Skráning á www.dansa.is.  Best ef greitt er með millifærslu og eru þær upplýsingar undir verðskrá.  Vinsamlega setja nafnið á barninu í skýringu.  Allar nánari upplýsingar á www.dansa.is, í síma 8603995 (Ragnar) eða á dansa@dansa.is.

Við höfum þegar byrjað með 7-11 ára frh og 6-8 ára byrjendur frá í haust.  Þessir hópar klára haustnámskeiðið 9. febrúar og þá förum við beint í vorönn sem verður 13 vikur og klárast í lok maí.  Keppnishópur er einnig byrjaður með sínar æfingar.

Á vorönn verðum við með tíma fyrir 6-9 ára byrjendur og svo munum við prófa að bjóða upp á tíma fyrir 13 ára og eldri einu sinni í viku.  Við vorum með tíma fyrir þennan aldur á sínum tíma og var þeim vel tekið.   Fyrir aldurinn 10-12 ára bjóðum við upp á að taka í sértíma í nokkur skipti og blanda þeim svo inn í framhaldshóp þegar þau eru tilbúin.  Fyrir fullorðna þá verðum við ekki með opna hópa en getum sérsniðið námskeið fyrir litla sem stóra hópa.

Við erum bjartsýn að þegar heimsfaraldurinn er yfirstaðinn þá höldum við áfram að dansa í gegnum lífið.

Kær kveðja, Ragnar og Elísabet

Dans 2021

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!!

Framhaldshópar á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum byrja á morgun mánudaginn 4. janúar samkvæmt stundatöflu.  Við munum klára haustönnina eins og heimsfaraldurinn leyfir og stefnum svo á vorönn beint í framhaldi.

Áætlunin var að byrja laugardagshópa næsta laugardag en þar sem samkomutakmarkanir eru enn í gildi þá verðum við að fresta því þangað til losnar um þær.  Við munum setja inn upplýsingar hér og á facebook hjá dansskólanum.  Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 8603995 eða á netfang dansa@dansa.is

Vegna fyrirspurna þá ítrekum við að allir tíma sem féllu niður vegna Covid-19 verða bættir upp.

NÝ NÁMSKEIÐ – þegar losnar um samkomutakmarkarnir þá munum við auglýsa og kynna ný námskeið fyrir alla aldurshópa, fylgist með hér og á facebook.

Kær kveðja, Ragnar og Elísabet

Smá fréttapistill

Á morgun laugardaginn 5. desember verður síðasti tíminn hjá yngstu krökkunum sem hafa verið í Zoom tímum að mestu þessa önn.  Ef faraldurinn leyfir þá munum við halda áfram með haustönnina í janúar þar sem frá var horfið á sömu tímum.  Við munum einnig vera með ný námskeið í janúar ef við getum.  Áætlum að byrja kennslu aftur laugardaginn 9. janúar.

Aðrir halda áfram til og með 19. desember og byrja svo aftur mánudaginn 4. janúar.

Ef það er eitthvað hafið þá endilega samband.

Danskveðja,  Ragnar og Elísabet

 

Samkomutakmarkanir í íþróttastarfi

Okkur sýnist að samkvæmt nýjustu reglugerð og nýjasta minnisblaði sóttvarnarlæknis getum við hafið kennslu fyrir börn á grunnaskólaaldri.  Við munum því hefja kennslu miðvikudaginn 18. nóvember fyrir eftirfarandi hópa:

Mánudagar kl . 17 og fimmtudagar kl. 17.  7-11 ára frh.

Miðvikudagar kl. 17 og laugardagar kl. 12.  6-8 ára byrj.

Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis mælir hann með engum áhorfendum á íþróttaæfingum og því munum við halda áfram með laugardagshópa fyrir 2-5 ára á Zoom.  Vinsamlega athugið að Zoom tímar koma ekki í staðinn fyrir danstíma í dansskólanum.  Zoom tímarnir eru hugsaðir fyrir krakkana til þess að þau geti þá amk dansað eitthvað.

Við munum klára haustönnina á nýju ári og svo vorönn í framhaldi af því en það fer allt eftir hvernig faraldurinn verður.

Ef það er eitthvað hafið þá endilega samband.

Kær kveðja, Ragnar og Elísabet

 

Íþróttastarf leggst af til 17. nóvember….

Eins og fram hefur komið þá mun íþróttastarf leggjast af til 17. nóvember vegna Covid-19.  Við munum halda áfram með Zoom danstíma fyrir laugardagshópana en höldum í vonina að geta mætt í dansskólann fyrr en síðar.  Við vitum að Zoom tímar koma ekki í staðinn fyrir venjulega danstíma en krakkarnir fá amk að dansa smá : )  Sami tengill gildir.  Vonandi verða einhverjir sem klæða sig upp í búninga fyrir danstímana í fyrramálið og hvetjum við foreldra til þess að taka smá myndband og senda okkur á dansa@dansa.is

Ef það er eitthvað hafið þá endilega samband.

Kær kveðja, Ragnar og Elísabet

Enn lokað fyrir börn fædd 2005 og yngri…

Mér skilst að 04 og eldri megi æfa ein frá og með deginum í gær og stefnt sé að 05 og yngri byrji 3. nóvember.  Þó verða laugardagshóparnir áfram á Zoom þangað til foreldrar mega koma með inn í salinn.

Ef það er eitthvað hafið þá endilega samband.

Kær kveðja, Ragnar

Lokað í viku í viðbót…

Verðum með lokað í viku í viðbót, sjá fréttatilkynningu frá almannavörnum höfuðborgarsvæðis á facebook hjá dansskólanum.

Laugardagshópar 2-3 ára og 4-5 ára verða áfram á Zoom með Elísabetu.

Ef það er eitthvað hafið þá endilega samband.

Kær kveðja, Ragnar

 

Öll kennsla fellur niður til 19. október en barnadanstímar á laugardögum verða á Zoom

Sami tengill verður virkur fyrir Zoom tímana á morgun laugardaginn 17. október.  Einnig sami tími 2-3 ára kl. 10.30-11.00 og 4-5 ára 11.10-11.50.
Ef það er eitthvað hafið þá endilega samband.
Kær kveðja, Elísabet og Ragnar
„Öll kennsla fellur niður til 19. október en barnadanstímar á laugardögum verða á Zoom.
Vegna þeirra takmarkana sem nú eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu munum við bjóða upp á danstíma í barnadönsum á Zoom fjarfundabúnaði. Reiknum með að næstu tveir laugardagar, 10. og 17. október, verði með þessu formi og tökum svo stöðuna aftur.
Tímarnir haldast óbreyttir
2-3 ára 10.30-11.00
4-5 ára 11.10-12.50
Þeir sem eru skráðir fá tölvupóst með tengil og lykilorði.  Ef þið fáið ekki póst athugið þá í rusl möppu eða sendið okkur póst.
Kær kveðja, Elísabet og Ragnar“

Danstímum kl. 10.30 og 11.10 frestað á morgun 3. október og laugardaginn 10. október

Í samræmi við bréf frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins sem barst okkur í dag þá höfum við ákveðið að fresta danstímum fyrir 2-5 ára kl. 10.30 og 11.10 á morgun laugardaginn 3. október og laugardaginn 10. október.

Sjá meðfylgjandi bréf.

Ef það er eitthvað hafið þá endilega samband.

Kær kveðja,

Ragnar og Elísabet

Dansskólinn Bíldshöfða
www.dansa.is | dansa@dansa.is | s. 8603995

Sérstök aðgát í íþróttahúsum 2. október 2020

 

 

Haustönn 2020

Haustnámskeiðin 2020 eru hafin en enn er hægt að skrá sig á www.dansa.is.  Allar nánari upplýsingar fást ef þið sendið tölvupóst á dansa@dansa.is eða í síma 8603995 (Ragnar).  Næstu námskeið byrja í janúar 2021.  Dans fyrir alla!!