Haustönn 2020

Haustnámskeiðin 2020 eru hafin en enn er hægt að skrá sig á www.dansa.is.  Allar nánari upplýsingar fást ef þið sendið tölvupóst á dansa@dansa.is eða í síma 8603995 (Ragnar).  Næstu námskeið byrja í janúar 2021.  Dans fyrir alla!!

Dansskólinn byrjar aftur 4. maí

Eins og flestir vita þá fer íþróttastarfsemi af stað fyrir börn og unglinga þann 4. maí. Enn eru takmarkanir í gangi og því munum við ekki klára laugardagshópa en í stað bjóðum við upp á að fá síðustu 3 tímana endurgreidda eða þeir verði nýttir sem inneign á námskeið í haust sem byrjar í september.

Krakkahópar sem voru á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum verða á sömu tímum.

Ef það er eitthvað hafið þá endilega samband í síma 8603995 (Ragnar), dansa@dansa.is eða í skilaboðum á facebook.

The danceschool will open again on 4th of May for children and teenagers. However as there are still restrictions we will not finish the course for the saturday groups. The last 3 lessons can be refunded or used towards the fall course that starts in September.

Kids classes that were on mondays, wednesdays and thursdays will be according to schedule.

If there is anything please feel free to contact us on 8603995 (Ragnar), email dansa@dansa.is or message us on facebook.

Dansskólinn lokar tímabundið vegna COVID-19

Hægt er að hafa samband við okkur á dansa@dansa.is, í síma 860 3995 (Ragnar) eða á facebook.  Danskveðja, Ragnar

„Vegna fjölda fyrirspurna hefur heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið tekið saman leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar þegar kemur að íþrótta og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Leiðbeiningarnar eru eftirfarandi:

Kennsla í leik- og grunnskólum fer nú fram í litlum hópum og leitast er við að ekki verði blöndum milli þessara hópa til að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Samkvæmt auglýsingu um takmörkun á skólastarfi gilda sömu reglur um íþrótta- og æskulýðsstarf barna en ljóst er að ekki er unnt að halda þar sömu hópaskiptingu og í skólum og því óhjákvæmilegt að nemendur munu blandast í íþrótta- og æskulýðsstarfsemi sem stefnt gæti markmiðum sóttvarnarráðstafananna í tvísýnu.

Samkvæmt auglýsingu um takmörkun á skólastarfi gildir um íþrótta- og æskulýðsstarf ungmenna á framhaldsskólaaldri almennt sama regla og um framhaldsskóla, þ.e. að það fer ekki fram nema með fjarkennslu ef unnt er. Um skipulagt íþróttastarf fullorðinna gildir auglýsing um takmörkun á samkomum þannig að heimilt hefur verið að halda því áfram að því marki að ekki séu fleiri en 100 þar samankomnir og að almennt sé unnt að hafa um 2 metra á milli einstaklinga. Ljóst er þó að ekki er unnt að halda þeirri fjarlægð á milli einstaklinga í fjölda íþróttagreina.

Með ákvörðun heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi og samkomum var fyrst og fremst komið á tilteknum viðmiðum í þágu opinberra sóttvarna en nánari útfærsla falin menntamálayfirvöldum í tilviki skólastarfs eða viðkomandi rekstraraðilum eða skipuleggjendum í tilviki takmarkana á samkomur. Eftir samráð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og mennta- og menningarmálaráðuneytisins síðastliðna viku hefur komið í ljós að framkvæmd þessara ráðstafana hefur reynst flókin.

Af þeim sökum og að virtum þeim sjónarmiðum og skýringum sem fram hafa komið af hálfu ÍSÍ og ýmissa annarra samtaka sem sinna íþrótta- og æskulýðsstarfi mælast heilbrigðisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneyti til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna, sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur. Eru skipuleggjendur þess hvattir til að halda uppi félagsstarfi með því að nýta sér tæknina til að halda utan um sína hópa og vera í sambandi við iðkendur og hvetja þá til virkni og hreyfingar eftir því sem við á.

Enn fremur er þeim tilmælum beint til ábyrgðaraðila og skipuleggjenda annars íþrótta- og æskulýðsstarfs að með sama hætti verði gert hlé á starfi sem felur í sér snertingu eða nálægð milli iðkenda sem er minni en 2 metrar, í samræmi við þær meginreglur sem fram koma í auglýsingu um takmörkun á samkomum og á meðan þær takmarkanir eru í gildi.

Yfirvöld benda á heimasíðuna COVID.is, þar sem finna má svör við ýmsum spurningum um m.a. skólahald og viðburði.“

Dans fyrir alla á Bíldshöfða

Dansskólinn Bíldshöfða hóf starfsemi 1. febrúar 2020 í nýstandsettu húsnæði að Bíldshöfða 10 sem er sérhannað fyrir dansskóla.  Dansskólinn Bíldshöfða mun bjóða upp á námskeið fyrir 2-3 ára börn og foreldra þeirra, barnadansa fyrir 4-5 ára, samkvæmisdansa fyrir börn frá 6 ára, unglinga og fullorðna ofl.  Einnig bjóðum við hópum upp á að sérsníða námskeið að þeirra þörfum.  Einkakennsla fyrir byrjendur og lengra komna bæði börn og fullorðna.l

Staðsetningin hentar mjög vel fyrir íbúa Grafarvogs, Árbæjar og Breiðholts og allir vita hversu hollt er að læra dans.  Aukið sjálfstraust, gleði og vinskapur kemur fyrst upp í hugann.

Dansskólinn Bíldshöfða er nýr dansskóli á sterkum grunni með Ragnar Sverrisson danskennara og Önnu Björk Bergmann í fararbroddi.  Ragnar og Anna Björk dönsuðu einmitt saman á yngri árum og urðu margfaldir Íslandsmeistarar.

Kennsla er samkvæmt stundaskrá.  Í maí verðum við með stutt vornámskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

Kær kveðja, Ragnar og Anna Björk